Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skrítið heimsástand !

Þegar ég legg hugann við þær heimsfréttir sem berast okkur í dag get ég ekki annað en andvarpað!! Hörmungar og vonleysi virðist meir en fyrr allavega ef ég tek mið af þeim árum sem ég hef lifað. Og einhvernveginn sér maður ekki fram á að sumt muni breytast. En meðan við erum í þessum heimi verðum við að klára það verk sem okkur er ætlað og bretta upp ermar !!! ég hef skildur gagnvart börnum mínum og fjölskyldu og þrái að sinna því vel, nú ég var að fá einkunnir úr prófunum í kennaraháskólanum og náði öllu !!! þvílíkur léttir og hamingja. Nú Það er ein skildan sem mig langar að klára mig af. Einnig blundar ennþá í mér þrá að flytjast eitthvert þar sem neyð er og vonleysi og vera aðstoð.

Ég get ekki hugsað mér að lifa bara það sem eftir er og milja undir minn rass kaupa íbúð/hús og lifa bara fyrir það að gera það fínt og helst að gera betur en vinafólkið eða nágranninn, Kaupa svo fínan bíl og selja hann svo fljótlega því hann var ekki leðurklæddur! Nú þegar maður kemst svo á fimmtugsaldurinn þá er möguleiki á að kaupa sér bústað á æskuslóðunum og eyða þar tíma með barnabörnunum. Þetta þarf svosem ekkert að vera verra líf en eitthvað annað en mér finnst það samt eitthvað svo tilgangslaust. Og á meðan eru svo margir þarna fyrir utan sem eiga hvorki til hnífs eða skeiðar, eða hafa ekki möguleika á menntun, eða sjá engan tilgang með lífinu !

Kristur boðaði að enginn ætti í sér meiri kærleika en að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Þar var hann að tala um sjálfan sig. Jesús kom viljugur í þennan heim með aðeins eitt hlutverk og það var að gefa líf sitt. 

Þessi hugsun finnst mér svo falleg og mikil björgun, þegar mennirnir bregðast okkur jafnvel okkar nánustu, keppni verður manna á millum, græðgi í auð og frama, svindl og eigin hagsmuna er gætt. að þá var maður sem sem á svo óeigingjarnan hátt valdi það að fórna sér svo að aðrir gætu lifað og blómstað ! Það er von.....

Friður Guðs varðveiti þig !


Jörðin skelfur !!

Komið sæl kæru vinir.

 Maður er nú eiginlega ekki maður með mönnum nema að blogga svo ég er nú loksins kominn í mannatölu !! 

Umræðan um suðurlandssjálftana ber nú hæst í þjóðfélaginu í dag. Fólki varð brugðið um allt land en sennilega engum brugðið eins mikið og fólki búsettu á Ölfussvæðinu.  Skrítið að hugsa til þess að jörðin hreinlega hristist og skelfur undir fótum manns og mannshöndin getur ekkert gert til að koma í veg það. Gerir okkur svo hjálparvana ! í kjölfarið getur maður ekki annað en leitt huga til Kína og hugsað um alla sem létu lífið í skjálftanum þar. Mikið rosalega á fólkið þar bágt !! Ég er þakklát því að eiga heimili eins sterk byggð og við búum í.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband